Í áfanganum eru kennd grunnatriði teikningar. Unnið er með mismunandi teikniaðferðir; ísmóetríska teikningu, nákvæma mælingu með blýanti, blindlínu, hraðskissur og skyggingu.
Námið er þrískipt, þar sem í fyrsta hluta er lögð áhersla á að þjálfa formskilning með því að teikna einföld form, s.s. kassa, kúlu, keilu og sívalning. Í öðrum hluta teikna nemendur kassa með því að nota reglur eins og tveggja punkta fjarvíddar. Í þriðja hluta er farið í hlutföll andlitsins og mannslíkaminn teiknaður eftir lifandi fyrir­mynd. Jafnframt eru lögð fyrir vikuleg verkefni sem vinna skal í heima­vinnu­bók. Nemendur eru hvattir til að velta fyrir sér tilgangi þess að öðlast færni í teikningu og móta eigin hugmyndir um hvernig þeir geti hagnýtt sér þá færni. Í lokin vinna nemendur sjálfstætt verk í samráði við kennara.