Þú ert hér:Home|Íþróttafræði

ÍÞF 2324

Í þessum áfanga er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu. Auk þess er komið inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu, s.s. Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta. Fjallað er um íþróttir sem gildi og menningarþátt í nútímasamfélagi. Komið er inn á félagslegar rannsóknir á sviði íþrótta hér á landi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun og tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, s.s. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreks­mannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu bæði hérlendis og erlendis

2014-05-22T09:32:22+00:0022. maí 2014|

ÍÞF 2036

Í áfanganum er farið yfir líffærafræði mannslíkamans. Byrjað er á að fara yfir byggingu og starfsemi frumunnar. Einnig er farið yfið beinafræði, liðamót og vöðvafræði mannslíkamans. Lögð er áhersla á byggingu beina. Einnig að kunna heiti beina á íslensku og latínu og staðsetningu þeirra. Einnig er farið yfir öll liðamót mannslíkamans, uppbyggingu, heiti þeirra og staðsetningu. Að síðustu er farið yfir vöðvafræðina. Heiti vöðva á latínu, upptök þeirra, festa og starf.

2014-05-22T09:30:07+00:0022. maí 2014|