ÍÞF 2324

Í þessum áfanga er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu. Auk þess er komið inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu, s.s. Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta. Fjallað er um íþróttir sem gildi og menningarþátt í nútímasamfélagi. Komið er inn á félagslegar rannsóknir á sviði íþrótta hér á landi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, [...]

2014-05-22T09:32:22+00:0022. maí 2014|

ÍÞF 2036

Í áfanganum er farið yfir líffærafræði mannslíkamans. Byrjað er á að fara yfir byggingu og starfsemi frumunnar. Einnig er farið yfið beinafræði, liðamót og vöðvafræði mannslíkamans. Lögð er áhersla á byggingu beina. Einnig að kunna heiti beina á íslensku og latínu og staðsetningu þeirra. Einnig er farið yfir öll liðamót mannslíkamans, uppbyggingu, heiti þeirra og [...]

2014-05-22T09:30:07+00:0022. maí 2014|

ÍÞF 4036

Í þessum áfanga er byggt ofan á efni fyrri ÍÞF áfanga. Til dæmis verður farið nánar í íþróttameiðsli, meðferð og forvarnir. Farið verður yfir samspil næringar, heilsu og íþróttaiðkunar og nemendur fræðast um neyslu fæðubótaefna fyrir íþróttamenn. Kennd verða helstu atriði varðandi skipulag íþróttaþjálfunar og nemendur nýta sér þekkingu sína í þjálffræði til að útbúa [...]

2014-03-26T10:56:12+00:0026. mars 2014|

ÍÞF 3036

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um starfsemi hjarta og blóð­rás­ar­kerfis, lungna og taugakerfis og áhrif markvissrar þjálfunar á þessi líffæra­kerfi. Einnig verður fjallað um gerð vöðvaþráða og áhrif mismunandi þjálfunar á starfsemi þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á að tengja lífeðlisfræði við íþrótta­iðkun. Í áfanganum verður fjallað um þol, kraft, hraða [...]

2014-03-26T10:38:06+00:0026. mars 2014|

ÍÞF 2224

Í áfanganum verður fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Enn fremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Fjallað verður um muninn á [...]

2014-03-26T10:28:19+00:0026. mars 2014|

ÍÞF 1036

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undir­stöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og hvernig skuli bregðast við íþrótta­meiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og [...]

2014-03-21T15:42:31+00:0021. mars 2014|
Go to Top