Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undir­stöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og hvernig skuli bregðast við íþrótta­meiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og áhrif fíkniefna á afkasta­getu og árangur. Áfanginn er bóklegur. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð og skipu­lag einstakra æfingastunda. Nemendur fá fræðslu um þjálfun barna og fullorðinna og um helstu þjálfunaraðferðir. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um uppbyggingu íþróttafélaga. Nemendur fái þjálfun í stjórnunarstörfum, s.s. að sjá um fundarsköp, stjórna fundum og skrásetja fundargerðir, læri um helstu hlutverk stjórnarmanna eins og hlutverk formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda. Nemendur læri um mikilvægi stefnumótunar og skrásetningar markmiða í félagsstarfi. Nemendur fái að kynnast ýmsum þáttum í almennu félagsstarfi, s.s. skipulagi og undirbúningi ferða, farar­stjórn og stjórnun kvöldvöku. Í áfanganum er einnig komið inn á samskipti heimila og frjálsra félaga, jafnrétti, vímuvarnarstefnu íþróttafélaga, hópstarf, ræðu­mennsku og stofnun félaga.