Útskriftarhátíð FB fór fram í Hörpu 21. desember. Alls útskrifuðust 107 einstaklingar frá skólanum og þar af 10 sem luku bæði starfsnámsprófi og stúdentsprófi. Stúdentar voru 46, 25 húsasmiðir, 17 rafvirkjar, 19 sjúkraliðar og 10 útskrifuðust af snyrtibraut. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp. Þá var Guðbjörn Björgólfsson enskukennari kvaddur eftir farsælan 45 ára feril við skólann. Ásta Bína Lárusdóttir Long nýstúdent söng tvö lög. Við flygilinn var Pálmi Sigurhjartarson og trompetleikari var Jakob von Oosterhout. Tveir nemendur fluttu ræður nýútskrifaðra, Eva Björk Eggertsdóttir og Tómas Aron Gíslason. Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Einnig var sigurvegaranum í jólakortasamkeppni skólans veitt verðlaun, en það var Emma Noviczski nemandi á myndlistarbraut sem sigraði. Dúx skólans var Karin Rós Sigurðardóttir Wium sem lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut með einkunnina 9.24.  Semídúx skólans var Ágúst Orri Hjálmarsson sem lauk stúdentsprófi af opinni braut með einkunnina 9.20. Myndir frá útskriftinni birtast næstu daga hér efst á heimsíðunni undir flicr merkinu sem eru þrír punktar.  Einnig birtast myndir á samfélagsmiðlum skólans.

Hér má sjá alla verðlaunahafana