Innan verður opin frá fimmtudagskvöldinu 22. maí til miðvikudagsins 28. maí

  • Til að fá lykilorð að Innunni verður að fara inn á Innuna, https://www.inna.is/Nemendur, og smella á Gleymt lykilorð eða nota Íslykilinn. Lykilorðið verður þá sent á það netfang sem skráð er í Innuna (netfangið sem þessi póstur barst á). Íslykillinn fer í heimabankann.
  • Einkunnablöð verða afhent, þeim sem eru með umsjónarkennara, í dagskólanum frá kl. 11:00-12:00, föstudaginn 23. maí og í kvöldskólanum frá kl. 18:00-19:00.
  • Prófin verða sýnd föstudaginn 23. maí frá kl. 12:00-13:00 í dagskólanum og frá kl. 18:00- 19:00 í kvöldskólanum. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir við einkunnir vorannar 2014 þá verður þú að mæta upp í skóla á þessum tímum til að tala við kennara. Myndlistarnemar sæki möppur sínar í kennslustofur á sama tíma.
  • Nemendur með E í skólasókn eða hafa ekki náð 9 einingum hafa ekki aðgang að Innunni og verða að koma upp í skóla. Nokkrir nemendur hafa ekki aðgang að Innunni vegna þess að efnisgjöld hafa enn ekki verið greidd eða vegna þess að bókum hefur ekki verið skilað á bókasafnið og verða þeir að koma upp í skóla til að gera hreint fyrir sínum dyrum.
  • Ef þú ert með E í skólasókn eða hefur ekki náð 9 einingum, þá er búið að eyða valinu þínu út úr Innunni og þú þarft að sækja um skólavist aftur á bláu umsóknarblaði í skólanum, ef þú hefur áhuga á að vera áfram í skólanum. Frestur til þess rennur út mánudaginn 26. maí. Það er ekki öruggt að allir fái áframhaldandi skólavist.
  • Ef þú hefur fallið í áfanga eða ekki fengið einkunn fyrir áfanga, þá verður þú að fara í Innuna og laga val haustannar 2014. Ef þú gerir það ekki þá gerir það enginn fyrir þig og þú færð vitlausa stundatöflu í ágúst. Leiðbeiningarnar eru á heimasíðu skólans. Finnið þær undir: Námið-Val fyrir næstu önn. Ath. nemandi sem hefur lokið mjög fáum einingum fær ekki nema 12 einingar á næstu önn. Þið verðið sjálf að skrá hvaða áfangar það eru.
  • Ath. einungis fara af stað þeir áfangar sem nemendur eru búnir að velja núna þegar Innan er opin. Við verðum því að vita strax í hverju þið ætlið að vera.
  • Ef þú vilt vera í leyfi á næstu önn þá velur þú STA1000 en ef þú vilt vera allt árið í leyfi þá velur þú STA2000.
  • Ef þú stefnir að því að útskrifast í desember 2014 þá átt þú að vera með stöðuna “Útskrifast á næstu önn” inni í Innunni. Ef þú ert ekki merktur þannig þá verður þú að láta áfangastjóra vita.
  • Þið sem eruð með skólavist fáið sendan greiðsluseðil heim og í heimabankann ykkar eða foreldra ykkar og eigið að vera búin að greiða 6. júni. Vinsamlegast greiðið á réttum tíma svo þið lendið ekki í vandræðum í ágúst.
  • Ef einhver sem er með val, ætlar ekki að vera áfram í skólanum, þá verður hann að koma þeim skilaboðum til Berglindar bhj@vu2016.carl.1984.is eða Stefáns stand@vu2016.carl.1984.is .

Allt hér að ofan er á ykkar ábyrgð. Við hjálpum ykkur ef þið viljið.
Gleðilegt sumar,
Berglind og Stefán, áfangastjórar