Sæludagar FB verða dagana 1. og 2. mars. Þá verður hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Í ár er framboð hópa mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir nemendur FB velja sér þrjá hópa, þ.e. einn hóp fyrir hvern dagspart.

Ætlast er til að nemendur mæti á Sæludaga. Fyrir mætingu fá nemendur felldar niður fjarvistir. Fyrir 100% mætingu á sæludagana (þrjú skipti) geta nemendur fengið felldar niður fjarvistir sem nema allt að 12 fjarvistastigum. Athugið að fjarvistir eru felldar niður í lok annar.

Árshátíð NFB verður haldin fimmtudaginn 2. mars. Glæsilegt borðhald með girnilegum veislumat verður í skólanum en árhátíðarballið verður á Spot í Kópavogi. Nemendur frá frí daginn eftir (3. mars).