Í þessari viku eru sæludagar miðvikudag, fimmtudag og föstudag.

Á miðvikudag eru fjölbreyttir viðburðir í boði fyrir og eftir hádegi. Á fimmtudag er þverfaglegur umhverfisdagur sem þýðir að kennarar úr ýmsum deildum standa saman að vinnustofum fyrir nemendur sem munu snúa að umhverfinu okkar. Það verða mörg skemmtileg verkefni í boði, bæði fyrir og eftir hádegi. frá 9-12 og 13-16. Skráning á viðburði og vinnustofur þessa daga fer fram hér. 

Nemendur sem mæta fyrir og eftir hádegi bæði á miðvikudag og fimmtudag (fjögur skipti) fá eina einingu auk frádráttar á fjarvistum.

Nemendur sem mæta í eitt til þrjú skipti fá frádrátt á fjarvistum.

Á föstudag er svo ballfrí eftir árshátíð nemenda sem verður haldin á fimmtudag. Nemendur hafa fengið upplýsingar um miðasölu í tölvupósti.

Góða skemmtun á sæludögum og árshátíð!