Nýsköpun, hönnun og listir

Skapandi og uppbyggilegt undirbúningsnám fyrir nemendur sem stefna á nám í nýsköpun, hönnun og listum. Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Áhersla er lögð á myndlist, lita og formfræði, hugmyndavinnu, nýsköpun og fablab áfanga, módelteikningu og stafræna myndvinnslu. Hægt er að velja áfanga og byggja námið upp eftir sínu áhugasviði. Í boði er meðal annars ljósmyndun, frumgerð og endurhönnun, tískuteikningar, fatasaumur, vefnaður, málun, fjarvídd, listasaga og kennsla á hönnunarforrit. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst. Kennsla hefst 20. ágúst. Nemendur verða að hafa lokið stúdentsprófi, starfsnámsprófi eða sambærilegum prófum. Nánari upplýsingar um námið hér.