11 nemendur úr nemendafélagi FB fóru til Belgíu á dögunum. Þau tóku þátt í mjög spennandi Evrópuverkefni ásamt nemendum frá Belgíu og Ítalíu. Verkefnið snérist um málefni Evrópu, gildi og samfélag. Nemendur brugðu sér í hlutverk þingmanna Evrópuþingsins og lagði hver skóli fram frumvarp, fjallaði um það og svo voru greidd atkvæði líkt og á þinginu sjálfu. Hópurinn dvaldi í hinum fornfræga kastala í Alden Biesen og heimsótti m.a. Evrópuþingið í Brussel. Með í för voru þær Hrafnhildur Hafberg fagstjóri og Svava Gunnarsdóttir félagsmálafulltrúi. Nemendur FB stóðu sig frábærlega og voru til mikils sóma í einu og öllu.