Nemendafélag FB gaf í morgun 150 þúsund krónur til styrktar Neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi.
Kushu Gurung stjórnarmaður í félaginu og nepalskir nemendur FB tóku á móti styrknum frá stjórn NFB.

Í ræðu formans NFB Péturs Magnússonar kom fram að í skólanum eru fjölmargir nemendur af erlendu bergi brotnir og að stór hópur nepalskra nemenda stundi nám við skólann. Nemendafélagið vill sýna vilja sinn í verki og styrkja við söfnunina eftir náttúruhamfarirnar í Nepal um 150.000 kr.

Þess má geta að Kushu útskrifaðist sem stúdent frá FB í fyrravor.

Reik