Dagana 4.-17. febrúar fer fram lífshlaup framhaldsskólanema og er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti skráður til leiks. Einnig taka starfsmenn skólans þátt í Lífshlaupinu sem miðar að því að hvetja nemendur og starfsfók til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana ef hægt er, t.d. í frítíma, heimilsverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Verkefnið virkar þannig að allir starfsmenn og nemendur skrá sína hreyfingu þessa daga á lifshlaupid.is. Þetta er keppni á milli framhaldsskóla og eru allir hvattir til að taka þátt.