Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fer fram dagana 6. til 8. mars í Kórnum í Kópavogi.

FB er með 70 fermetra bás og fjölbreytta kynningu. Fjöldi  nemenda skólans tekur þátt í Íslandsmótinu.