Nú eru allar einkunnir komnar inn í Innuna og hefur hún aftur verið opnuð.

Nokkrir nemendur komast ekki inn og ræðst það af því að eitthvað er ófrágengið varðandi skólagjöldin í sumarskólanum. Þeir nemendur verða að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu sumarskólans til að ganga frá sínum málum.

Einkunnablöð verða ekki prentuð nema fyrir þá sem óska sérstaklega eftir því. Hægt er að fá einkunnablöð prentuð á skrifstofu skólans eða hjá áfangastjórum.