Í dag tók skólinn þátt í Fyrirmyndardeginum og fékk gestastarfsmann frá Vinnumálastofnun í heimsókn. Það var Sigríður Anna Ólafsdóttir íslenskukennari sem tók á móti Hildi Ásu Einarsdóttur. Hildur fylgdist með íslenskukennslu og kynntist skólanum og starfsemi hans í dag.

Það er Vinnumálastofnun sem stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem haldinn er 17. apríl. Þann dag hafa fyrirtæki og stofnanir tækifæri á að bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi. Upphaflega hugmyndin um þennan sérstaka dag er að írskri fyrirmynd. Þar hafa samtök Atvinnu með stuðningi innleitt Job Shadow dag með góðum árangri. Á þessum degi hafa atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fengið tækifæri til að kynna sér