Gettu betur lið okkar sigraði lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Gettu betur í gær með 27 stigum gegn 14.

Við óskum liðinu innilega til hamingju  með frækilegan sigur.

Liðsmenn okkar eru þau Örn Þór Karlsson, Ester Helga Harðardóttir og Vignir Már Másson.

Þjálfarar eru þeir Andri Þorvarðarson og Óli Kári Ólason sögukennarar.

Næst keppir lið okkar við Kvennaskólann í 16 liða úrslitum.