E-lab hefur verið stofnað og verður opnað í FB 17. febrúar nk. Í E-labinu sem er fyrsta sinnar tegundar á landinu, geta nemendur FB fengið afnot af þrívíddarprentara og margvíslegum mælitækjum fyrir rafeindatækni.
Í E-labinu eru tæki sem útbúa rafrásir með nýjustu tækni. Nemendur geta hannað og búið til sínar eigin rásir og prentað sína eigin hluti í þrívíddarprentaranum. E-labið er staðsett við innganginn að rafvirkjabrautinni þegar komið er úr nýju viðbyggingu skólans.