Hinn 19 ára gamli danski Yahya Hassan flutti ljóð sín í troðfullum Sunnusal á fimmtudaginn. Yahya hefur slegið rækilega í gegn í Danmörku. Áhugsömum nemendum í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu var sérstaklega boðið á viðburðinn. Nemendur hlýddu andaktugir á kröftugan flutning Yahya og vöktu athygli fyrir áhugaverðar og einlægar spurningar sem þau spurðu ljóðskáldið í lokin. Við þökkum þeim sem lögðu leið sína til okkar í Breiðholtið þennan dag kærlega fyrir komuna.