Þær Eygló Ósk Gústafsdóttir og Thelma Björg Björnsdóttir hafa vakið mikla athygli undanfarið fyrir afrek sín í sundi.

Þær eru báðar nemendur í FB, Eygló á náttúrufræðibraut og Thelma Björg á Starfsbraut.

Eygló Ósk vann nýverið til níu gullverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug.

Eygló Ósk náði einnig frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í Katar nú á dögunum en þar var hún hársbreidd frá því að komast í úrslit.

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, var á dögunum kjörin íþróttakona ársins í röðum fatlaðra árið 2014 og setti hún hvorki fleiri né færri en 43 Íslandsmet á árin