Þú ert hér:|Útskriftarsýning í Gallerí Tukt

Útskriftarsýning í Gallerí Tukt

Nemendur á lokaári listnámsbrautar FB sýna í Gallerí Tukt í Pósthússtræti 3-5 laugardaginn 18. mars frá kl. 15 – 17. Til sýnis verður afrakstur málunaráfanga útskriftarnemenda þar sem farið var í klassískar málunaraðferðir, búnir til stenslar og málað á óhefðbundið efni. Nemendur unnu mikið sjálfstætt eftir eigin hugmyndum og er útkoman fjölbreytt og kraftmikil. Má þar finna gamlar mottur, skran, dauða fugla, portrett, óhlutbundin verk, spreyverk og margt fleira! Sýningin stendur til laugardagsins 1. apríl og er opin á virkum dögum frá kl. 9 – 17 og á laugardögum frá kl. 13 – 17​

2017-03-15T12:11:25+00:00 15. mars 2017|Flokkar: Fréttir|