Þriðjudaginn 28. maí lokar skrifstofa skólans kl. 12 vegna útskriftar og skólaslita í Silfurbergi Hörpu. Athöfnin hefst kl. 14 og lýkur um klukkan 15:45. Útskriftarnemendur mæta kl. 12:45 og hópmyndataka verður kl. 13. Lokaæfing verður í Silfurbergi í dag mánudaginn 27. maí kl. 18-19. Mikilvægt að allir mæti. Allir eru velkomnir í útskriftina.