Fjöldi nemenda tók þátt í samkeppni um gerð jólakorts Fjölbrautaskólans í Breiðholti 2016 og bárust hátt á annan tug tillagna. Í dómnefnd sátu, auk skólameistara, myndlistarkennararnir Elín Þóra Rafnsdóttir og Halldóra Gísladóttir. Myndin sem varð fyrir valinu er eftir Sigurð Sævar Magnússon nemanda á myndlistarbraut. Um leið og við óskum vinningshafanum til hamingju með verðlaunin viljum við færa öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir innsendar tillögur. Þátttakendur eru beðnir um að sækja verk sín á skrifstofu skólans.

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari