Tískusýning útskriftarnema fata- og textílbrautar verður laugardaginn 5. maí í Gallerí Gubb á annarri hæð nýbyggingar skólans. Húsið opnar kl. 17:30 og sýningin hefst kl. 18:00. Snyrtibraut FB sér um förðun sýningarfólks. Allir hjartanlega velkomnir.