Fimmtudaginn 23. mars verður Opið hús í FB. Þá eru allir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra boðnir velkomnir í skólann á milli kl. 17.00 – 19.00. Kynnt verður hið fjölbreytta námsframboð skólans, bæði bóknám, listnám, verknám og FabLab Reykjavíkur sem staðsett er í skólanum. Gestir geta skoða húsakynnin og kynnt sér félagslífið. Opið verður á bókasafninu og í námsveri og eru allir velkomnir þangað. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum.  Þá munu nemendur FB  bjóða upp á leiðsögn um skólann.