Farið verður í nýnemaferð FB  23.-24. ágúst að Flúðum. Lagt verður af stað frá FB kl. 13 miðvikudaginn 23. ágúst og gert er ráð fyrir að brottför frá Flúðum verði kl. 12:00 daginn eftir.
Gist verður í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum og Nemendafélag FB sér um kvöldvöku. Kvöldmatur á miðvikudeginum og morgunmatur á fimmtudeginum er í boði skólans, en nemendur þurfa sjálfir að koma með nasl milli mála. Nemendur koma sjálfir með svefnpoka, dýnu og fatnað til að sofa í. Þau sem ætla í sund taka með sér sundföt og handklæði.

Með í för verða kennarar og nefndarmenn frá Nemendafélagi skólans. Við hvetjum alla nýnema til að taka þátt. Leyfisbréf sem foreldrar skrifa undir er hægt að nálgast á skrifstofu skólans, eða með því að hlaða niður hér, og ber að skila á skrifstofuna í síðasta lagi 22. ágúst.