Við biðjum alla í skólasamfélaginu að virða mikilvægi sóttvarna og fara eftir leiðbeiningum um handþvott, grímu-og hanskanotkun. Við létum útbúa kennslumyndband þar sem Sigurlaug Björk J. Fjelsted kennari á sjúkraliðabraut sýnir vandaðan handþvott og hvernig á að nota grímu og hanska rétt. Það var Sigurður Fjalar Jónsson kennari FB sem sá um gerð myndbandsins. Hér má nálgast myndbandið á Youtube-rás skólans en það má einnig skoða það á samfélagsmiðlum skólans eins og Instagram og Facebook.