Góð þátttaka var í samkeppni um gerð jólakorts FB 2018. Sigurvegari í samkeppnninni er Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut og hlýtur hún viðurkenningu sem afhent verður við útskrift þann 20. desember. Í dómnefnd sátu Sigríður Ólafsdóttir listnámskennari, Kristín Reynisdóttir sviðsstjóri listnáms og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari.
Við þökkum öllum nemendum sem tóku þátt og óskum Moniku innilega til hamingju. Hægt er að sækja allar tillögurnar á skrifstofu skólans. Jólakortið er til sölu á skrifstofunni.