Hjólað í skólann er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem FB tekur þátt í. Skólinn hvetur alla sem geta til að hjóla í skólann, bæði starfsfólk og nemendur. Góður hópur starfsfólks og nemenda hjólar reglulega í skólann og við vonum að það muni aukast á meðan færðin er góð. Miðvikudaginn næsta þann 13. september mun Brynja Stefánsdóttir dönskukennari og hjólagarpur bjóða starfsfólki og nemendum í hjólatrúr í kennslugatinu kl. 12:40.   Þann 21. september verður nýnemaball NFB og verður það haldið í Silfursölum, Hallveigarstíg 1 Reykjavík. Húsið opnar kl. 22:00 og ballinu líkur 01:00. Miðaverð er 3000kr fyrir félaga í NFB. Myndina af Brynju tók Arnold Björnsson ljósmyndari.