LIT 1012

Í áfanganum er farið í litun augnhára og augabrúna og að móta augabrúnir í samræmi við augnumgjörð. Nemendur læra að setja permanent í augnhár. Þeir læra að þekkja efni sem notuð eru við litun augnhára og augabrúna og efni sem notuð eru við augn­hárapermanent og áhrif þess á hár. Þeir læra leiðir til að móta augabrúnir út frá and­lits­lagi og augnumgjörð. Þeir kynnast forsendum fyrir litavali og litablöndun.