Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn frá Samtökum Iðnaðarins. Það voru þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka Iðnaðarins. Þau skoðuðu skólann í fylgd Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur og Magnúsar Ingvasonar aðstoðarskólameistara og kynntu sér sérstaklega starfsemi iðn-  og listnámsbrauta skólans sem og Fablab Reykjavíkur. Þökkum þeim kærlega fyrir komuna.