Öllum nemendum landsins upp að tvítugu gefst nú kostur á að stofna fría og endurgjaldslausa áskrift að ordabok.is. Áskriftin gefur ótakmarkaðan aðgang að öllu vefsvæðinu og öllum orðabókunum, þ.e. ensk-íslenskri, íslensk-enskri, dansk-íslenskri, íslensk-danskri og stafsetningarorðabók. Auðvelt er að glósa með orðabókinni og er hægt að nota hana á öllum tækjum, svo sem tölvum, spjaldtölvum og símum.

Nemendur fara á slóðina http://www.ordabok.is og velja Fríáskrift. Aðeins þarf að skrá lágmarksupplýsingar og tekur um eina mínútu að fá áskrift.

Allir kennarar fá líka fría áskrift eins og verið hefur. Þeir stofna ekki Fríáskrift heldur stofna venjulega áskrift og velja Millifærslu (en greiða ekki neitt) og hafa svo samband við ordabok@ordabok.is til að fá áskriftinni breytt í Kennaraáskrift.