Fávitar er heiti á fyrirlestri sem haldinn var í matsal nemenda á forvarnardeginum. Sólborg Guðbrandsdóttir flutti fyrirlesturinn sem fjallaði um stafrænt og annars konar kynferðislegt ofbeldi. Það var nemendafélag skólans NFB sem stóð fyrir viðburðinum sem heppnaðist vel í alla staði.