FB tekur þátt í Erasmus+ verkefninu EVS eða “ European Voice of Sales“ sem er tveggja ára samstarfsverkefni. Auk Íslands taka þátt nemendur frá Portúgal, Ítalíu, Finnlandi og Noregi. Fyrstu ferðinni er nýlokið en hún var til Lissabon í Portúgal. Farið var í heimsókn í frumkvöðlasetur og nemendur fengu ýmis verkefni í vettvangsferðum um borgina. Auk þess heimsóttu þau frumkvöðul sem hefur náð langt með nýstárlegri markaðsetningu á sardínum. Lokaverkefni nemenda var tveggja mínútna ræða fyrir fullum sal af fólki þar sem þau áttu að kynna fyrir dómnefnd hugmynd sína um hvernig best væri að selja portúgalskar lúpínubaunir. Sigurvergari hvers lands fyrir sig fer áfram í úrslitakeppnina verður í Finnlandi í apríl. Nemendur okkar stóðu sig með miklum sóma og sigurvergari íslenska hópsins var Tómas Ögri Guðnason en auk hans tóku þátt þær Tanja Sigmundsdóttir og Sigrún Klara Sævarsdóttir. Með í för voru þær Iveta Licha enskukennari og Ágústa Unnur Gunnarsdóttir alþjóðafulltrúi.