FB er þátttakandi í stóru Erasmus+ verkefni sem heitir Reporters Without Frontiers eða „Fréttamenn án landamæra“. Um er að ræða samstarfsverkefni fimm landa sem eru auk Íslands; Þýskaland, Frakkland, Spánn og Grikkland. Í lok apríl hittist allur hópurinn, 33 nemendur og 14 kennarar, hér í Breiðholti þar sem nemendur og kennarar unnu að verkefnum sem fólust í því að nemendur kynntu sér ýmis málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni.  Meðal  viðfangsefna voru umhverfismál, stjórnmál, orkumál, sjálfbærni og málefni flóttamanna. Nemendur settu sig í spor fréttamanna og fóru með upptökutæki og myndavélar og tóku viötöl við þingmenn, fulltrúa ýmissa stofnana og félagasamtaka, skoðuðu ylrækt, jarðvarmavirkjun og heimsóttu alþingi og ráðuneyti. Einnig var farið í skoðunarferð til Vestmannaeyja og gengið á Eldfell. Hópurinn var hér í Reykjavík vikuna 21.- 30. apríl s.l. og heppnaðist heimsóknin vel í alla staði. Verkefnisstjórar voru listnámskennararnir  Guðrún Halldóra Sigurðardóttir og Guðrún Guðmunda Gröndal.
Ljósmynd: Þórdís Erla Ágústsdóttir.