Miðvikudaginn 9. mars heimsótti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri skólann og snæddi hádegisverð með nemendum í matsalnum. Borgarstjóri fékk leiðsögn um skólann í fylgd Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara. Að lokinni gönguferð kom hann við á kennarstofu, mötuneyti starfsfólks. Að því loknu snæddi hann hádegisverð í matsal nemenda með fulltrúum NFB, nemendafélagi skólans og ávarpaði nemendur. Þökkum borgarstjóra og fylgdarliði ánægjulega heimsókn.

Ljósmyndir: Róbert Reynisson