Framundan eru þrjár síðustu kennsluvikur annarinnar en kennslu lýkur miðvikudaginn 4. maí.

Prófin byrja föstudaginn 6. maí, aukapróf verða miðvikudaginn 18. maí og einkunnir verða aðgengilegar í Innu frá sunnudagskvöldi 22. maí.

Mánudaginn 23. maí verða prófin sýnd í skólanum, kl. 11-12 í dagskólanum og kl. 18-19 í kvöldskólanum.

Þriðjudaginn 24. maí verður æfing fyrir skólaslitin kl. 18 í Hörpu.

Skólaslitin verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 miðvikudaginn 25. maí.