Við upphaf haustannar bauð skólinn öllum nýnemum í ævintýraferð. Nýnemaferðin var skipulögð í sameiningu af NFB nemendafélagi FB og félagsmálafulltrúm skólans. Umsjónarkennarar nýnema tóku einni þátt. Farið var til Stokkseyrar og Hveragerðis og Draugasetrið heimsótt. Farið var í ýmsa hópeflisleiki, þrautabraut og fluglínu. Mikil stemmning var í hópnum og skemmtu nemendur og kennarar sér konunglega. Þann 25. ágúst var fjölmennur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í matsal skólans og um kvöldið vel heppnað nýnemakvöld. Voru báðir þessir viðburðir mjög ánægjulegir og við þökkum öllum sem mættu.  Fleiri myndir úr ferðinni eru á Instagrammi skólans @fbskoli.