Lokainnritun nemenda í 10. bekk stendur til 10. júní

Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis miðvikudaginn 10. júní.

Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hægt að ljúka stúdentsprófi af flestum brautum skólans.