FB tekur þátt í norrænum frumkvöðlabúðum í Noregi

Fjórir nemendur ásamt þremur kennurum hafa í vikunni dvalist í norrænum frumkvöðlabúðum í Leksvik í Noregi.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ sjóðnum.

Þátttakendur eru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi.

Nemendur taka þátt í svokölluðum 24 tíma búðum þar sem þeir eiga að vinna eins og frumkvöðlar og fengu fyrirmæli frá fyrirtæki í Noregi þar sem þau áttu að finna lausn og koma með afurð sem gerir eldra fólki kleift að búa sem lengst heima.

Stóðu nemendur okkar sig með stakri prýði og voru skólanum og sjálfum sér til mikils sóma.

 

Fyrir framan Niðaróssdómkirkju

Fyrir framan Niðaróssdómkirkju