FB hefur fengið aðgang að http://framhaldsskoli.is/.  Þetta er vefur sem getur hjálpað nemendum við námið. Þarna eru t.d. stærðfræðiskýringar, gagnvirkar spurningar, málfræði, grunnreglur í stafsetningu, hljóðbækur o.s.frv. Nemendur komast ókeypis inn á hann hér í skólanum, en ef nemendur vilja skoða hann heima eða nota hann þar þá þurfa þau sjálf að kaupa aðgang af þeim sem eiga og sjá um þennan vef. Við vonum að vefurinn nýtist nemendum okkar vel og hvetjum nemendur til að kíkja á vefinn.