Þjónusta

Meginmarkmið FB er að allir nemendur nái árangri í námi sínu. Fjölbreytni er fagnað og talin ein helsta auðlind skólans að nemendur eru hver öðrum ólíkir. Fagfólk skólans hjálpar nemendum að ná markmiðum sínum, ávallt með þá sýn að leiðarljósi að allir nemendur útskrifist með lokapróf.