Þau Erika Eik Bjarkadóttir, Hjördís Steinarsdóttir, Jón Albert Mendez og Björn Heiðar Pálsson fengu Erasmus+ styrk  til námsdvalar í Turku í Finnlandi. Þau dvöldu þar í þrjár vikur og stunduðu nám við Raseko verkmenntaskólann á fata- og textílbraut, auk þess sem þau kynntust gömlum aðferðum við handverksvinnu. Ferðir sem þessar eru mikilvægur liður í verknámi í FB og geta nemendur sótt um að komast í starfsþjáflun erlendis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.  Á fésbókarsíðu fata- og textílbrautar FB má sjá myndir úr ferðinni.