Skráning veikinda, einangrunar og sóttkvíar

Minnum á að forráðamenn skrá veikindi í INNU fyrir nemendur yngri en 18 ára. Eldri nemendur sjá sjálfir um að skrá veikindi sín í INNU.

Þeir sem eru veikir vegna Covid-19 eru beðnir um að taka það fram í athugasemdum og segja hversu lengi þeir eiga að vera í einangrun.

Við getum þá skráð þau veikindi fram í tímann og því þarf ekki að senda inn veikindaskráningu á hverjum degi. Ef einangrun lengist þá þarf að láta vita á skrifstofu skólans.

Þeir sem þurfa leyfi vegna sóttkvíar eru beðnir um að skrá í athugasemdir á INNU, að þeir séu í sóttkví og hversu lengi þeir þurfa að vera í sóttkví og það verður skráð í INNU fyrir viðkomandi.

Ef skólinn þarf vottorð um veikindin eða sóttkví þá höfum við samband við viðkomandi.

Önnur veikindi eru skráð eins og áður hefur verið í INNU.

Minnum nemendur á að þrátt fyrir einangrun eða sóttkví verði þeir að fremsta megni að fylgja námsáætlun hvers áfanga.