Í áfanganum læra nemendur hina aldagömlu aðferð flókagerðar (þæfingu) bæði í tvívídd og þrívídd. Nemendur fá þjálfun í að vinna með mismunandi ullartrefjar og hvernig nota má aðrar trefjar er bindast í áferð efnisins. Í þrívíddarverkefnum er lögð áhersla á formskilning og að nemendur teikni og vinni hugmyndir í þrívídd (kassi, kúla og keila). Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemandi tileinki sér þekkingu og færni undanfara námsáfanga.