Áhersla er lögð á að vinna með blandaða tækni í bútasaum og útsaum. Nemendur tileinka sér notkun fagorða og kynna sér sögu bútasaums. Í útsaum er leitast við að kynna aðferðir og vinna með menningararf okkar. Í vélútsaum eru farnar óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir í verkefnum. Hæfni nemandans í sjálfstæðum vinnubrögðum er þjálfuð sem og geta til að meta samband milli hugmynda, hráefnis, tækni, listrænnar sköpunar og notagildis. Nemendur velja sér aðferðir í lokaverkefni sem getur innihaldið blandaða tækni.