Í áfanganum eru rifjuð upp helstu atriði spænskrar málfræði og úrvinnsla þeirra. Nem­endur lesa bókmenntir og kafla úr sögu Spánar og Rómönsku Ameríku. Blaðagreinar eru lesnar og verkefni unnin. Þýðingar eru unnar og endursagnir þjálfaðar í ræðu og riti. Nemendur skrifa ritgerðir og þjálfast í að verja skoðanir sínar og segja frá atburðum. Sérstök þemaverkefni að vali nemenda eru unnin og kynnt. Unnið er mark­visst með orðabækur. Nemendur þjálfast í notkun reglna um áherslur spænskrar tungu (t.d. (palabras llanas, agudas y esdrújulas).) Þeir eiga að halda uppi löngum sam­ræðum um undirbúin viðfangsefni t.d. geta sagt frá upplifun sinni og túlkun á lesnu efni og notað nokkuð auðugan orðaforða, tjáð sig á gagnrýninn máta um lesið efni og haldið stutt erindi.