Í áfanganum er lögð áhersla á grundvallaratriði í málfræði spænskrar tungu og menningu spænskumælandi þjóða. Einnig eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig um almenn atriði daglegs lífs í ræðu og riti. Réttritun og framburður er æfður ásamt þjálfun í lesskilningi. Nemendur eru hvattir til að nota kennsluforrit á spænsku til að æfa sig í málfræði, orðaforða, framburði, réttritun og lesskilningi. Nemendur læri framburðarreglur og æfi framburð, byggi upp orðaforða um athafnir daglegs lífs og tileinki sér þann orðaforða sem er í kennslubókinni og þjálfaður er markvisst í kennslu­stundum. Þeir læri grundvallaratriði í málfræði með íslenskt mál til hliðsjónar og geti tekið þátt í einföldum samræðum við annað fólk. Nemendur kynnist fjölbreyti­leika og víðfeðmi hins