Gerð og starfsemi taugakerfisins er skoðuð, einkum taugafrumna og heilans. Einnig eru tengsl hormóna við taugakerfið og hegðun tekin fyrir. Í framhaldi af þessum grunni er fjallað um skynjun, sérstaklega sjónskynjun, farið í aðalatriði lífeðlisfræði skynjunar, skynferla og skynvillur. Seinni hluti áfangans fjallar síðan um ýmis áhugaverð fyrirbæri skynjunarinnar, s.s. hin ýmsu vitundarstig okkar, vöku, svefn og drauma sem og dulræna skynjun. Auk hefðbundinnar kennslu verða ýmsar hliðar skynjunar athugaðar með verklegum æfingum og tilraunum.