Í áfanganum er fjallað um viðfangsefni, aðferðir og stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Vísindaleg vinnubrögð eru kynnt, bóklega og verklega. Námssálarfræði er kynnt bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt. Helstu atriði sem tekin eru fyrir eru minni, minniskerfin þrjú, minnistækni og ýmsar tegundir náms, einkum skilyrðingar, og einnig hugrænt nám. U.þ.b. einum þriðja hluta áfangans er varið til verklegra æfing og verkefna. Til að mynda geri nemendur fáeinar rannsóknir og skili skýrslum um þær. Nemendur eiga að þjálfast í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum með því að gera litlar rannsóknir og skýrslur um þær samkvæmt viðurkenndum reglum.