Farið er yfir uppbyggingu og virkni einfasa og þrífasa riðstraumsrafala, teiknaðar tengimyndir og æfðir útreikningar á málgildum. Tengdur er segulmögnunarbúnaður og æfðar ýmsar spennutengingar þrífasa, samfasa og ósamfasa rafala svo sem raðtengd stjarna, hliðtengd stjarna, raðtengdur þríhyrningur og krókatenging. Fjallað er um varaafl frá sjálfstæðum rafstöðvum, ræsi- og hleðslubúnað þeirra, frágang dísilrafstöðva og minni vatnsaflsvirkjana, afltengi, öryggishlífar og aðrar
snertivarnir fyrir rafbúnað og vélrænan búnað. Gerð er grein fyrir samfösun og samkeyrslu riðstraumsrafala. Kenndir eru þeir staðlar er varða byggingu, málsetningu, einangrun, öryggis- og varnarflokkarafvélum og tækjum.

 

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki uppbyggingu og búnað samfasa og ósamfasa riðstraumsrafala, virkni þeirra og notkun
  • þekki algengustu ástengi rafvéla og öryggis- og hlífabúnað þeirra
  • þekki áhrif raunálags, spanálags og rýmdarálags á segulmögnunarkerfi samfasa rafala,
  • þekki áhrif yfir- og undirsegulmögnunar samfasa rafala á veituna
  • þekki virkni segulmögnunar í ósamfasa rafölum
  • þekki búnað dísilrafstöðva, varaaflskerfa og minni vatnsaflsvirkjana
  • þekki lög og reglugerðir um öryggiskröfur sem gerðar eru til laustengdra, færanlegra raf­stöðva
  • geti teiknað tengimyndir og kennilínur riðstraumsrafala og reiknað mismunandi gildi þeirra út frá merkiskiltum og mælingum
  • geti valið og tengt eftir tengimyndum viðeigandi vél- og tengibúnað við riðstraumsrafala
  • geti annast niðursetningu og viðhald riðstraumsrafala og beitt þeim öryg