Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti raflagna­teikninga og nái að tengja ákvæði reglugerða og öryggisþátta við frágang raflagna­teikninga. Einnig að nemendur átti sig á tengslum mismunandi teiknireglna við verklegar framkvæmdir. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að teikna og lesa einfaldar raflagnateikningar þ.e. fyrir lagnir að og með 63 Amper. Þá er nemendum kennt að magntölutaka og kostnaðarreikna raflagnateikningar.

  • þekki reglur um blaðstærðir, mælikvarða og teikniáhöld
  • þekki íslenskan staðal um raflagnateikningar, gerðir teikninga og öll almenn teiknitákn
  • þekki teiknireglur smærri neysluveitna að og með 63 A, svo sem íbúðir og sumarhús
  • kunni skil á tæknilegum tengiskilmálum
  • geti teiknað og lesið einfaldar raflagnateikningar í smærri neysluveitum að og með 63 A, svo sem íbúðir og sumarhús
  • geti magntölutekið einfaldar raflagnateikningar og kostnaðarreiknað smærri neysluveitur
  • geti valið og ákvarðað efni og búnað fyrir raflagnir í smærri neysluveitum að og með 63 A, svo sem íbúðir og sumarhús
  • hafi gott vald á heitum og hugtökum raflagnateikninga
  • hafi gott vald á teikningalestri, magntöluskráningu og kostnaðarreikningi
  • hafi gott vald á reglugerðarákvæðum varðandi teikningar í smærri neysluveitum
  • hafi gott vald á heitum og hugtökum raflagna og raflagnatákna í smærri neysluveitum

Efnisatriði

Gerð og lestur raflagnateikninga fyrir íbúðarhús, sumarhús, nýlagnir, viðhaldslagnir, varnarráðstaf­anir, rofabúnað, tenglabúnað, ljósabúnað, raftaugar, sökkulskaut. Frágangur og skipulag teikninga. Teiknireglur og reglugerðarákvæði varðandi þurra staði, íbúðarhús, sumarhús. Blýpennar, reglu­stikur, málstikur, reglugerð um raforkuvirki, orðsendingar um raforkuvirki, tæknilegir tengiskilmálar, reglu­gerð um brunavarnir, byggingareglugerð, reglugerðir um staðla.

Námsmat

Byggt er á verkefnavinnu, skýrslum og lokaprófi. Lágmarkseinkunn er 5.